top of page

Á boðstólum

Við gerum okkur far um að nota hráefni úr héraði og góða rabarabarasultan með vöfflunum er soðin á staðnum úr rabarabara frá Reykhúsum. Klassískar kökur eins og hjónabandssæla og apríkósu-kókoskakan hennar Jórunnar eru bakaðar á staðnum. Rjóminn keyptur í búð en mjög líklega frá einhverju kúabúinu í sveitinni.  Einnig er stundum boðið uppá heimatilbúið soðið brauð eða parta eins og við kjósum að kalla það með reyktum silungi frá Mývatnssveit. Einnig er vínveitingarleyfi og hægt að skála í búbblum eða bjór úr héraði og léttvínum. 

  • Instagram
  • Facebook Social Icon

sími 354 7801927 

netfang info@haelid.is

Kristnes  601 Eyjafjarðarsveit

soknaraaetlun-ne-logo-transp_4031x763.png
bottom of page